Allir með strætó

straeto

Samfylkingin vill þróa strætókerfi tveggja leiða sem aka með 15 mínútna tíðni, önnur réttsælis en hin rangsælis. Leiðirnar skarast á nokkrum mikilvægum stöðum og aukast möguleikarnir enn við það. Miðað er við að stoppistöðvar verði staðsettar þannig að aðeins fá heimili verði í meiri en 5 mínútna göngufjarlægð. Þá verði hjólaskýlum komið fyrir við eina stoppistöð í hverju hverfi.

 

Einfalt leiðakerfi mun auðvelda okkur forgangsröðun snjómoksturs gatna- og göngustíga. Samfylkingin mun beita sér fyrir því að strax verði ráðist í það að útfæra og hrinda í framkvæmd leiðakerfi á þessum nótum. Afraksturinn getur orðið heilnæmari bær og talsvert meira ráðstöfunarfé fyrir þær fjölskyldur sem eru duglegar að nýta sér slíka þjónustu. Ólíklegt er að bæjaryfirvöld geti með skilvirkari hætti stuðlað aðkjarabótum íbúa, þar sem útgjöld vegna einkabílsins vega þungt í heimilisbuddunni. Á vef Orkuseturs, wwww.orkusetur.is má finna reiknivélar sem sýna margvíslegan sparnað og ávinning þess að huga vel að ferðavenjum sínum. Ég hvet bæjarbúa til þess að kíkja þangað sér til gagns og gamans.
Gerum Akureyri umhverfisvænni og skemmtilegri!

 Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Strætó
Frá úrræðaleysi til aðgerða
Stjórnmál skipta þig máli
Gleðilegt sumar?