Akureyrarbær sem vinnustaður – bærinn okkar allra

[prentvæn útgáfa]

Akureyrarbær er stór vinnuveitandi og starfsfólk bæjarins vinnur ýmis fjölbreytt störf í þágu íbúanna. Mannauðurinn er okkar fjársjóður og mikilvægt er að móta markvissa stefnu til að gera Akureyrarbæ að eftirsóknarverðum starfsvettvangi.

Það þarf að:

✓     Gera vinnustaðaúttektir á sviðum og deildum bæjarins með áherslu á hvernig bærinn stendur sig sem vinnuveitandi.

✓     Skoða sérstaklega hvaða áhrif margra ára niðurskurðar hjá stofnunum bæjarins hefur haft m.a. í öldrunarþjónustunni og í grunn- og leikskólum.

✓     Tryggja að faglega sé staðið að ráðningum.

✓     Fjölga störfum innan þjónustustofnana s.s. skólum og öldrunarþjónustu, þar sem gengið var of hart fram við niðurskurð í kjölfar hruns.

✓     Auka faglegan stuðning við starfsmenn Akureyrarbæjar með náinni samvinnu fagstétta.

✓     Gæta launajafnréttis og að laun starfsmanna Akureyrarbæjar séu samkeppnishæf við viðmiðunarstéttir.

✓     Meta til launa verðmæti menntunar og reynslu sem einstaklingar hafa aflað sér.