Akureyri á að standa með þeim sem þurfa á stuðningi að halda

[prentvæn útgáfa]

Við skiptum öll máli. Það eru mannréttindi að taka þátt í samfélaginu og andleg, líkamleg og félagsleg lýðheilsa er lykilatriði. Þess vegna leggjum við sérstaka áherslu á að:

✓     Standa með einstaklingum sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi og öðru kynbundnu ofbeldi m.a. í fjárhagsaðstoð.

✓     Styrkja þarf starfsemi sem sinnir fórnarlömbum heimilis- og kynbundnu ofbeldi. Skoða sérstaklega þörf fyrir neyðarhúsnæði fyrir einstaklinga og börn sem verða fyrir ofbeldi af hendi maka.

✓     Leita nýrra leiða í samstarfi við atvinnulífið að aðstoða fólk við að koma sér á vinnumarkað eftir getu þeirra og virkni.

✓     Koma á atvinnuátaksverkefnum fyrir atvinnulausa með áherslu á ungt fólk og einstaklinga á fjárhagsaðstoð.

✓     Tryggja réttindi eldra fólks af erlendum uppruna sem hefur skertan lífeyrisrétt og er félagslega einangrað.

✓     Efla forvarnir; forða einstaklingum, fjölskyldum og samfélagi frá miklum vanda.

✓     Fara í greiningu á þörf fyrir húsnæði fyrir útigangsfólk og fólk í neyslu.

✓     Taka á málefnum einstaklinga í neyslu sem heilbrigðisvanda og koma upp hvíldarúrræði fyrir fólk í mikilli neyslu.

✓     Koma í veg fyrir félagslega einangrun þeirra einstaklinga sem finna sig hvorki í námi né vinnu.