Akureyri – bær þar sem er gott að eldast

[prentvæn útgáfa]

Á næstu árum mun Akureyringum á besta aldri fjölga mikið. Þeir eru vel á sig komnir, lifa lengur og hafa fjölbreyttari starfsreynslu og menntun en nokkru sinni áður. Þessi hópur vill hafa sem mest áhrif á eigin aðstæður. Hafa val eins lengi og kostur er um atvinnuþátttöku, viðbótarmenntun, hreyfingu og innihaldsríkar tómstundir. En þegar á reynir þarf fólki að standa til boða öruggur stuðningur og umönnun, allt frá heimaþjónustu til hjúkrunarheimila.

Við viljum:

✓     Tryggja öldruðum erilsamt ævikvöld!

✓     Meiri fjölbreytni í frístundastarfi og tækifærum til símenntunar fyrir eldri borgara.

✓     Félagsmiðstöðvar verði efldar í samstarfi við notendur og Félag eldri borgara.

✓     Að leitað verði leiða til að virkja eldri borgara af erlendum uppruna í félagsstarfi.

✓     Stofna öldungaráð sem verður ráðgefandi vettvangur fyrir nefndir og ráð bæjarins.

✓     Að Akureyrarbær sýni gott fordæmi og bjóði sveigjanleg starfslok þar sem fólk geti minnkað við sig eftir 62 ára aldur en þurfi ekki að hætta alfarið fyrr en við 72 ára aldur þar sem því verður við komið.

✓     Vinna gegn einangrun aldraðra m.a. með öruggri þjónustu þegar á þarf að halda.

✓     Aðlaga þjónustuna að þörfum þeirra sem þurfa á henni að halda.

Þegar á reynir er mikilvægt að:

✓   tryggja næga heimaþjónustu og heimahjúkrun

✓   fjölga endurhæfingar- og dagþjálfunarúrræðum

✓   aðstoða eldri borgara við að búa sem lengst á eigin heimili og fjölga leiguíbúðum sem ætlaðar eru eldra fólk m.a. þeim sem viðja minnka við sig.

Hjúkrunarheimili og öldrunarþjónusta

✓   Setja þarf skýrari reglur um gæðaeftirlit með hjúkrunarheimilum og tryggja að fyllstu friðhelgi og mannréttinda aldraðra sé gætt.

✓   Gera þarf úttekt á mönnun í öldrunarþjónustu út frá álagi á starfsfólki, starafsmannaveltu, veikindadögum og starfsánægju.

✓   Áfram verði Eden stefnan höfð til grundvallar á hjukrunarheimilum og öldrunaþjónustu á vegum bæjarins.