Akureyri fyrir börn og ungmenni

[prentvæn útgáfa]

Eitt mikilvægasta verkefni okkar er að tryggja velferð barna og unglinga. Akureyri á umfram allt að vera barnvænt samfélag en það gerist ekki af sjálfu sér.

Öll börn eiga að hafa jöfn tækifæri til að rækta hæfileika sína. Til þess þurfa þau góð uppvaxtarskilyrði og foreldrarnir þurfa góðar aðstæður til að sinna uppeldinu. Til að bæta stöðu barna og barnafjölskyldna á Akureyri ætlum við að:

✓     Hækka frístundastyrk bæjarins í a.m.k. 25.000,- krónur á kjörtímabilinu. Styrkurinn nái til barna þar til þau hafa náð 18 ára aldri.

✓     Veita íþrótta- og tómstundafélögum meiri fjármuni til rekstrar innra starfs eftir niðurskurð undanfarinna ára.

✓     Þróa systkynaafslátt þannig að hann verði óháður íþróttafélagi eða tómstundarstarfi.

✓     Stytta vinnudag barna með samþættingu frístunda- og skólastarfs og stuðla þannig að fleiri samverustundum fjölskyldna.

✓     Gera úttekt á náms- og vinnuaðstæðum nemenda í leik- og grunnskólum m.a. með tilliti til hljóðvistar.

✓     Tryggja að ódýrar og hollar skólamáltíðir standi leik- og grunnskólabörnum til boða óháð efnahag.

✓     Þróa og koma á fót nýju og gjörbreyttu leiðarkerfi strætó. Þar verði tíðni stóraukin og leiðarkerfið miðað við þarfir barna og unglinga.

✓     Gera foreldrum kleift að minnka skutlið með nýju strætókerfi sem tekur mið af skólum, framhaldsskólum og íþróttasvæðum.

✓     Beita okkur fyrir því að áfram verði frítt í stætó.

✓     Leita leiða til að foreldrum standi til boða ráðgjöf og foreldrafræðsla sem taki mið af ólíkum þörfum og aldursskeiðum barna.

✓     Semja við íþróttafélögin um að taka að sér íþróttaæfingar ungs fólks sem hefur áhuga á að hreyfa sig án þess að tilgangurinn sé keppnismiðaður.

✓     Gera átak til að tryggja aukna virkni barna af erlendum uppruna í íþrótta- og frístundastarfi.

✓     Þróa vinnuskóla í samvinnu við VMA, MA, verklýðsfélög, stofnanir og fyrirtæki í bænum. Unglingum verði gert kleift að sinna hluta af vinnuskólanum í námi og gera hjálpa þeim þannig að finna áhugasvið sitt og búa þau betur undir framtíðina.

✓     Útfæra hugmyndina um skapandi sumarstörf á þann hátt að þau nýtist líka íþróttafólki.

✓     Auka samstarf framhaldsskóla og efsta stigs grunnskólans og koma til móts við þá nemendur sem geta nýtt sér sveigjanleg skil á milli skólastiganna.

✓     Styðja vel við barnafjölskyldur þannig að þær geti treyst því að að sveitarfélagið sé samkeppnishæft þegar kemur að þjónustu.

✓     Taka markviss skref til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og þar til börn komast inn á leikskóla. Við ætlum að fjölga leikskólarýmum fyrir fjölskyldur með ung börn

✓     Leggja áherslu á fjölbreytta valkosti fyrir yngstu börnin.