Bryndís Hulda Ríkharðsdóttir

bryndisBryndís Hulda Ríkharðsdóttir

skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar
nemi í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri
F: 26. ágúst 1989

Menntun og störf:  Ég útskrifast sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri nú í vor 2014.  Ég starfaði í Kristjánsbakaríi með skóla alla framhaldsskólagönguna og hef unnið á Dvalarheimilinu Hlíð með háskólanáminu.

Félagsmál: Ég hef ekki komið að pólitísku starfi áður en hef gríðarlegan áhuga á samfélagsmálum þá sérstaklega hvað varðar lýðheilsu, þjónustu við aldraða, íþróttaiðkun og félagsstarfi barna og unglinga. Ég sat í stjórn Eirar sem er nemendafélag heilbrigðisnema við Háskólann á Akureyri síðastliðið skólaár 2013-2014.

Fjölskylda: Ég ólst upp með þremur bræðrum mínum á Akureyri og í nágrenni við Akureyri. Ég bý með Eiði Arnari Pálmasyni, fyrir á hann fjögur börn og ég einn fjögurra ára son.

Áhugamál: Íþróttir og útivist eru mín helstu áhugamál. Fótbolti og útivera með fjölskyldu og vinum, fara í sund, vera í fjallinu og njóta náttúrunnar sem Ísland hefur upp á að bjóða.