Dagbjört Pálsdóttir

daggaDagbjört Pálsdóttir

skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar
nemi og starfsmaður Akureyrarbæjar
F: 1. september 1980

Menntun og störf:

Stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2006 en lauk sjúkraliðanámi 2005.  Útskrifast í vor með B.A. í félagsvísindum frá Háskólanum á Akureyri með áherslu á æskulýðsfræði.  Hef unnið á Sjúkrahúsinu á Akureyri ásamt Öldrunarheimilinu Hlíð.  Hef unnið nú í rúmlega tvö og hálft ár í þjónustukjarna hjá Akureyrarbæ en vann þar áður hjá Íþróttafélaginu Þór.

Félagsstörf:

Hef starfað mikið í kringum fótboltaiðkun stelpnanna minna.  Er virk í foreldraráði og hef gríðarlega ánægju að því að koma á skipulagningu ferða og samskipti við foreldra.  Hef verið þátttakandi í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar og verið dugleg að vinna “á bakvið tjöldin” með þátttöku í skipulagningu kosningakaffis og fleiri viðburða.

Fjölskylda:

Er gift Jóhanni Jónssyni, markaðsstjóra hjá Dekkjahöllinni frá því 2000.  Við eigum fjögur börn Margréti Birtu, Elínu Ölmu, Jón Pál og Hólmfríði Lilju.  Ég er fædd og uppalin á Akureyri en hef þó búið í Hrísey um tíma auk þess sem fjölskyldan flutti til Bretlands á meðan maðurinn var í námi.

Áhugamál:

Ég hef áhuga á handavinnu og gríðarlegan áhuga á bakstri og eldamennsku.  Einnig finnst mér gríðarlega gaman að rækta vinskapinn og eiga með vinum mínum góðar stundir.  Að skapa minningar með fjölskyldunni hvort sem er með ferðalögum eða með því að hugsa um matjurtargarðinn í garðinum er ómissandi.