Eiður Arnar Pálmason

eidurEiður Arnar Pálmason

skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar
framkvæmdarstjóri Íþróttafélagsins Þórs
F: 9. júní 1976

Menntun og störf:
Ég er með diplómu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Ég fór snemma út á vinnumarkaðinn og á mínum yngri árum vann ég við ýmiss sölu og afgreiðslustörf. Árið 2002 hóf ég störf í stálbransanum og starfaði hjá Ferro Zink hf í 10 ár, fyrst í Hafnarfirði en síðan á Akureyri þar sem að ég var sölu og verslunarstjóri. Haustið 2012 tók ég síðan við starfi framkvæmdastjóra íþróttafélagsins Þórs og starfa þar enn í dag. 
Félagsstörf:
Ég hef ekki áður komið að pólitísku starfi en alltaf haft mikinn áhuga á pólitík og fylgst vel með úr fjarlægð. Ég hef tekið þátt í ýmsum félagsstörfum tengt íþróttum og m.a. setið í foreldraráðum og stjórnum.
Fjölskylda:
Ég er fæddur og uppalinn á Barká í Hörgárdal og bjó þar til 10 ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan inn á Akureyri og þar bjó ég næstu 10 árin. Þá flutti ég til Reykjavíkur í nokkur ár en skilaði mér aftur heim árið 2007.
Foreldrar mínir eru Pálmi Kárason frá Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði og Droplaug Eiðsdóttir frá Þúfnavöllum í Hörgárdal. Ég á einn bróðir sem sá um að leggja mér línurnar á yngri árum.
Ég er í sambúð með Bryndísi Huldu Ríkharðsdóttur nema í hjúkrunarfræði. Fyrir á ég fjögur börn fædd 2012, 2004, 1999 og 1994.
 
Áhugamál:
Áhugamálin mín eru fyrst og fremst íþróttir og samverustundir með fjölskyldunni. Hef einnig gaman að því að ferðast jafnt innanlands sem utan.