Húsnæðismál

[prentvæn útgáfa]

Fjölskyldur á Akureyri eru af öllum stærðum og gerðum. Þess vegna er mikilvægt að ný hverfi og umbætur í húsnæðismálum taki mið af húsnæðisþörf íbúanna og framboð sé á íbúðum fyrir námsmenn, einstaklinga, pör, unga og gamla, stórar og litlar fjölskyldur. Byggja þarf upp almennan leigumarkað og búseturétt sem öruggan valkost fyrir alla. Sumir vilja leigja, aðrir vilja eiga eigið húsnæði – en allir þurfa þak yfir höfuðið.

 

Þess vegna ætlum við að:

✓     Leita leiða til að aðstoða húsbyggjendur við að draga úr byggingarkostnaði, m.a með því að gera þeim kleift að byggja minna og hagkvæmar.

✓    Endurskoða verkferla við afgreiðslu bygginarleyfa hjá skipulagsdeild með það fyrir augum að gera þá skilvirkari.

✓     Breyta lóðarverði þannig að greitt sé fyrir byggða fermetra en ekki leyft byggingarmagn og draga þannig úr sóun og lækka byggingarkostnað.

✓     Tryggja framboð af lóðum, sem eru skipulagðar undir fjölbreytt og hagkvæmt húsnæði.

✓     Skoða vel hentug svæði innan bæjarmarkanna þar sem má þétta byggð í takti við þá byggð sem fyrir er.

✓     Skilgreina Eyrina og Tangann sem næsta uppbyggingarhverfi og hefja strax vinnu við deiliskipulagsgerð. Mikilvægt er að stækka bæinn innan frá á hagkvæman hátt, þannig að aukin sjálfbærni og betri rekstur bæjarsjóðs verði ávallt haft að leiðarljósi.

✓     Fegra og snyrta suðurhluta Eyrarinnar og stuðla að byggingu húsa á auðum lóðum og lagfæringum eldri húsa.

✓     Lóðum verði úthlutað bæði á frjálsum markaði en einnig til samtaka og félaga sem ekki byggja eða reka húsnæði í hagnaðarskyni. Þannig næst æskileg blöndun í hverfin.

✓     Bjóða uppá fjölbreyttar stærðir og gerðir íbúða fyrir mismunandi þarfir eftir efnahag, fjölskyldustærð eða lífsstíl.

✓     Fjölga félagslegum leiguíbúðum á vegum bæjarins.