Kristín Sóley Sigursveinsdóttir

kristinKristín Sóley Sigursveinsdóttir

skipar 18. sæti á lista Samfylkingarinnar
lektor við Háskólann á Akureyri
F: 31. desember 1962

Menntun og störf:

Að loknu iðjuþjálfunarnámi í Kaupmannahöfn 1988 starfaði ég á geðdeildum í Reykjavík og á Akureyri í átta ár. Árið 1996 réðst ég til starfa hjá Akureyrarbæ og gegndi þar nokkrum störfum en síðustu níu árin í starfi þar var ég framkvæmdastjóri búsetudeildar bæjarins, til ársins 2011. Meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá HÍ 2008. Undanfarin ár hef ég starfað við Háskólann á Akureyri og kenni þar aðallega við iðjuþjálfunarfræðideild.

Félagsstörf:

Þegar ég hugsa til baka man ég ekki eftir mér öðruvísi en með skoðanir á samfélagsmálum og stjórnmálum. Ég starfaði fyrst með Alþýðubandalaginu og síðan með Samfylkingunni frá stofnun hennar. Eitt kjörtímabil var ég í félagsmálaráði bæjarins. Í gegnum tíðina hef ég komið að ýmsum félagsmálum og var m.a. formaður Iðjuþjálfafélags Íslands í fjögur ár.

Fjölskylda:

Ég er fædd og uppalin á Akureyri, þriðja í röðinni af sex börnum Eddu Kristjánsdóttur sem lengi starfaði í Gagnfræðaskóla Akureyrar (GA) og síðar sem skrifstofustjóri við Háskólann á Akureyri og Sigursveins Jóhannessonar kennara við GA og múrara.  Strax í menntaskóla kynntist ég sálufélaga mínum og lífsförunaut, Hólmkeli Hreinssyni amtsbókaverði, og saman eigum við tvö uppkomin börn.

Áhugamál:

Í frítímanum nýt ég þess að gera tilraunir í matreiðslu og njóta afurðanna í góðum félagsskap. Ferðalög skipa líka sífellt stærri sess eftir því sem árin líða og tækifærunum fjölgar. Svo skiptir mig miklu máli að halda áfram að þroskast sem manneskja og nota til þess ýmsar leiðir.