Linda María Ásgeirsdóttir

lindaLinda María Ásgeirsdóttir

skipar 14. sæti á lista Samfylkingarinnar
starfsmaður Akureyrarbæjar í Hrísey
F: 6. nóvember 1966

Menntun og störf:
        Vinn hjá Akureyrarbæ á skrifstofunni í Hrísey í 50% starfi og er starfsmaður Ferðamálafélags Hríseyjar. Náði mér í diplómu í ferðamálfræði frá Háskólanum á Hólum 2010. Starfaði hjá versluninni Habitat í Reykjavík í 5 ár og vann á bæjarskrifstofum Siglufjarðarkaupstaðar í 5 ár. Hef einnig unnið í sjö ár leikskóla.

Félagsstörf:
        Hef alltaf tekið mikinn þátt í félagsstörfum. Hef starfað í leikfélögum síðan 1994, unnið í verkalýðsmálum og setið í stjórn Ferðamálafélags Hríseyjar frá stofnun þess 2005. Síðustu mánuði hefur orkan farið í áhugahóp um framtíð Hríseyjar en sá hópur hefur staðið fyrir málþingi og íbúafundi um málefni Hríseyjar. Hef starfað með Samfylkingunni síðan 2006.

Fjölskylda:
        Er fædd á Akureyri en flutti 5 ára gömul til Hríseyjar. Prófaði að búa í Reykjavík og á Siglufirði en taugarnar til Hríseyjar eru svo sterkar að ég enda alltaf þar. Gift Ómari Hlynssyni rafvirkja og eigum við þrjú börn, Grétu Kristínu nema í Listaháskóla Íslands, Ásgeir Kára nema í Fjölbrautarskólanum við Ármúla og Emil Hrafn sem er í Hríseyjarskóla. Foreldrar mínir eru Ásgeir Halldórsson og Rósamunda Krístín Káradóttir.

Áhugamál:
        Áhugamálin eru mörg, leiklist, ferðalög, umhverfismál og Hrísey.