Logi Már Einarsson

logiLogi Már Einarsson

skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar
arkitekt / bæjarfulltrúi
F: 21. ágúst 1964

 

Menntun og störf:

Ég er menntaður arkitekt frá AHO í Osló árið 1992 og hef unnið við ýmis konar hönnun síðan þá.  Ég hef rekið eigið fyrirtæki,  arkitektastofuna Kollgátu, síðustu 10 ár.  Sem unglingur vann ég í sumarfríum ýmis störf til lands og sjávar.  Ég starfaði við bensínafgreiðslu hjá “Kennedy bræðrunum, á netabát frá Fáskrúðsfirði en lengst af sem verkamaður hjá Akureyrarbæ.  Ég á sennilega Marra Gísla bæjarverkstjóra, ásamt foreldrum mínum, mest að þakka að sæmilega rættist þó úr mér. Þá starfaði ég einnig með dægurhljómsveitinni Skriðjöklum um nokkura ára skeið, aðallega sem dansari.

Félagsstörf:

Ég hef alla tíð verið rammpólitískur og tók snemma afstöðu með minni máttar.  Fyrst fór ég  að skipta mér af stjórnmálum í Menntaskólanum á Akureyri.  Ég hef gegnum tíðina sinnt ýmsum félagsmálum og var m.a. formaður Arkitektafélags Íslands um tíma.

Fjölskylda:

Ég er borinn og barnfæddur  Akureyringur og ólst upp á syðri Brekkunni með fimm systkinum.  Foreldrar mínir eru Einar Helgason myndlistarkennari og knattspyrnuþjálfari og Ásdís Karlsdóttir íþróttakennari.  Ég krækti mér í heimastelpu sem er ættuð úr þorpinu. Hún heitir Arnbjörg Sigurðardóttir og er hæstarréttarlögmaður og flautuleikari.  Foreldrar hennar eru Hólmfríður Kristjánsdóttir sjúkraliði og Sigurður Óli Brynjólfsson kennari og fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.  Við eigum tvö börn; þau Úlf og Hrefnu.

Áhugamál:

Ég á mér þrjú aðal áhugamál:  Íþróttir, myndlist og ferðalög með fjölskyldunni.