Mannréttindi og jafnrétti

[prentvæn útgáfa]

Við viljum að Akureyri standi vörð um umburðarlyndi og frjálslyndi. Taki afstöðu með fólki sem tilheyrir minnihlutahópum – hópum sem eiga undir högg að sækja. Við vitum að margt er óunnið í jafnréttisbaráttu kynjanna þótt almenn meðvitund ríki um nauðsyn hennar. Árangur í þeirri baráttu hefur jákvæð áhrif á allt samfélagið og styrkir ekki síst baráttu minnihlutahópa í samfélaginu sem og öfugt. Sameinuð komumst við öll lengra. Allir borgarar eiga að hafa tækifæri til jafnrar þátttöku og áhrifa á Akureyri óháð kyni, aldri, kynhneigð, kynvitund, heilsufari, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Það skiptir máli að Akureyri sé öruggt bæjarfélag og það eru eru mikilvæg mannréttindi að búa við öryggi. Mannréttindi eru eilífðarverkefni.

Við ætlum að:

✓     Efla fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf og fræða börn og íbúa á öllum aldri um jafnrétti, staðalmyndir, ólíkar fjölskyldugerðir og lýðræði,

✓     Koma á fót öldungarráði sem sé nefndum og ráðum til ráðgjafar við stjórn bæjarins.

✓     Virkja ungmennaráð, öldungaráð og hverfisnefndir með beinum hætti við þróun bæjarins.

✓     Skýra mannréttindi fatlaðs fólks og tryggja sjálfsákvörðunarétt þeirra og notendamiðaða upplýsingagjöf.

✓     Berjast gegn ofbeldi ekki síst kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og huga sérstaklega að þörfum barna í því samhengi. Skoða sérstaklega þörf fyrir neyðarhúsnæði fyrir einstaklinga og börn sem verða fyrir ofbeldi af hendi maka.

✓     Eyða óútskýrðum launamun og fá jafnlaunavottun.

✓     Huga að eldra fólki af erlendum uppruna sem hefur skertan bótarétt og er félagslega mjög einangrað.

Akureyrarbær starfi í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræðina um sjálfstætt líf.

✓     Vinna þarf áfram að þróun og innleiðingu notendastýrðar persónulegrar aðstoðar.

✓     Réttur til þjónustu á að vera óháður búsetuformi.

✓     Akureyrarbær gangi á undan í skipulagi þannig að fatlaðir eigi greiðari aðgang að þjónustu bæjarins og almenningssvæðum hans.

✓     Vinna markvisst að því að eyða biðlistum eftir stuðningsþjónustu.

✓     Eyða biðlistum eftir húsnæði og vinna að lokun herbergjasambýla.

✓     Líta á ferliþjónustu fatlaðs fólks eins og almenningssamgöngur.

✓     Samræma þjónustu og upplýsingagjöf til aðstandenda langveikra og fatlaðra.