Menning og skapandi greinar

[prentvæn útgáfa]

Akueyri er miðstöð kraumandi sköpunar í öllum listgreinum. Listir stuðla að jákvæðri sjálfsmynd, gagnrýnni- og skapandi hugsun og samfélagsvitund. Með tilkomu Hofs hafa möguleikar bæjarins til að setja upp stærri listviðburði ásamt ráðstefnuhaldi aukist. Menning er önnur aðalástæða heimsókna ferðamanna til Íslands. Akureyri þarf að bjóða upp á menningu til að standast samkeppni við höfuðborgarsvæðið og nágrannalöndin. Mikilvægt er að viðurkenna listir sem mikilvægt atvinnumál.

Menning blómstrar í bæjarfélagi þar sem…

✓     allir íbúar hafa aðgengi að menningu og listum sem njótendur og þátttakendur

✓     þar sem boðið er uppá skapandi starf og listnám

✓     komið er til móts við frumkvæði íbúanna

✓     listir og menning eru mikilvægur hluti af skólastarfi og uppeldi barna

✓     listir verði viðurkenndar sem nýsköpun og frumkvöðlastarf

✓     hlúð er að menningu og listum sem atvinnugrein í hröðum vexti

✓     er skemmtilegt að njóta menningar og listar

Til að efla menningu og vöxt skapandi greina ætlum við að:

✓     Styðja við listiðkun allra bæjarbúa og fagna margbreytileikanum sem er í listum.

✓     Sjá til þess að sem flestir innanstokksmunir stofnanna eins og Hofs, Samkomuhússins og Sjónlistamiðstöðvar séu hönnuð og gerð af listamönnum og fyrirtækjum frá Akureyri. Þetta á t.d. við um húsgögn, fatnað starfsmanna, borðbúnað, bæklinga og fleira.

✓     Verja 1% af byggingarkostnaði nýbygginga til listaverkasjóðs.

✓     Auka verulega framlag Akureyrarbæjar í menningarsjóð til úthlutunar til listamanna.

✓     Klára byggingu Sjónlistamiðstöðvar.

✓     Tryggja viðgang Sinfóníuhjómsveitar Norðurlands og Leikfélags Akureyrar. Viðurkenna nýsköpunar og rannsóknarstarf þeirra og gera þeim kleift að takast á við metnaðarfull verkefni.

✓     Setja á stofn ráð með þáttöku listamanna sem yfirfari staðsetningu útilistaverka.

✓     Jafna aðgengi að menningarstyrkjum og upplýsingum.

✓     Bjóða öryrkjum og atvinnuleitendum frítt í söfn á vegum bæjarins.

✓     Samnýta húsnæði og opin rými í eigu bæjarins í hverfum til listsköpunar, sýninga og menningarræktunar.

✓     Setja upp listaverk eftir listamenn frá Akureyri í stofnanir bæjarins.

✓     Efla samstarf listafólks við skóla og félagsmiðstöðvar.

✓     Greina og tryggja að margbreytileiki mannlífsins sé sýnilegur á öllum sviðum menningar.

✓     Frekari uppbygging í Hlíðarfjalli.

✓     Bæta umhverfi sjálfstætt starfandi listamanna.

✓     Koma að stefnumótun og rannsóknum í samstarfi við samtök listafólks og kortleggja mikilvægi list- og skapandi greina fyrir bæjarfélagið.

✓     Fjölga notendum og heimsóknum íbúa Akureyrar og ferðamanna að menningastofnunum bæjarins.

✓     Bjóða skólabörnum að heimsækja Hof, leikhúsið og listasafnið á hverju ári með markvissari hætti en nú er gert.

✓     Efla samskipti listamanna og hönnuða við leik og grunnskóla.

✓     Koma á samstarfi við Háskólann á Akureyri um vísindasmiðju fyrir bæjarbúa einu sinni á ári.

✓     Koma á FabLab setri í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð og VMA með tryggum aðgangi íbúa að setrinu.

✓     Efla aðkomu Akureyrarstofu að nýsköpun og skapandi greinum sem atvinnugrein.