Ólína Freysteinsdóttir

olinaÓlína Freysteinsdóttir

skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar
verkefnisstjóri og sjálfstætt starfandi fjölskylduráðgjafi
F: 3. apríl 1968

Ég er menntuð fjölskylduráðgjafi og er við það að ljúka MA námi í þeim fræðum frá Háskóla Íslands. Síðustu tíu árin hef ég unnið við Háskólann á Akureyri, nánar tiltekið á RHA,  meðfram því er ég sjálfstætt starfandi fjölskylduráðgjafi.

Í grunninn er ég snyrtifræðingur, þá lá leið mín í Háskólann á Akureyri og þar lauk ég námi í nútímafræði með áherslu á uppeldi og menntun.  Ég hef starfað eitt og annað um ævina eins og mörg ungmenni í sjávarplássum m.a. saltfiskverkun, sjoppum, apóteki, snyrtistofu og verið heimavinnandi um tíma.

Hvað varðar félagsstörf hef ég verið í kringum börnin mín í íþróttum og sat í stjórn Óðins, stjórn SÁÁ-N, stjórnarmaður í KEA og ýmsu öðru.

Ég er fædd og uppalin í Neskaupstað, þeim dásamlega stað og gengur staðurinn, undir fjörðurinn fagri á facebook. Foreldrar mínir eru Freysteinn Þórarinsson áður verkstjóri í loðnubræðslunni og Steinunn Salín Stefánsdóttir húsmóðir hér áður og verkakona eftir að börnin urðu fleyg, en ég er yngst fjögurra systkina. Ég er gift Viðari Ólasyni stýrimanni og tölvunarfræðing, syni Óla og Veru í Hrísey. Börn okkar eru fjögur Freyja, Freysteinn, Heiða Ragney og Ísold Vera. Síðast og ekki síst á ég tvær ömmustelpur Sonju Salín og Steinunni Matthildi.

Áhugamálin eru mörg t.d. blak gæti hugsað mér að vera atvinnumanneskja þar en vantar örlítið upp á hæfileikann, svaml í  dásamlegu sundlaugum landsins þó aðallega pottunum, útivist, bóklestur og margt fleira. Einnig öll mál sem lúta að samfélaginu og minnstu einingu hennar fjölskyldunni, sem ég tel þurfa hlúa betur að og því er ég hér.