Sigríður Huld

sirrySigríður Huld Jónsdóttir

skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar
Aðstoðarskólameistari VMA
F: 25. nóvember 1969

Menntun og störf:

Hjúkrunarfræðingur frá HA 1998 og kennsluréttindi frá sama skóla árið 2000. Diplóma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ 2011 og er nú í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu.Starfaði sem hjúkrunarfræðingur á kvennadeild FSA frá 1998-2006 og var jafnframt verkefnastjóri fræðslumála í hjúkrun á FSA. Stundakennari í VMA og HA og aðstoðarskólameistari VMA frá haustinu 2006. Settur skólameistari skólaárið 2011-2012 í námsleyfi skólameistara.Áður starfað við verslun og þjónustu, í fiskvinnslu og við sveitastörf.

Félagsstörf:

Hef ekki áður komið að pólitísku starfi en alltaf haft áhuga á samfélagslegum málum, sérstaklega er snýr að ungu fólki, námi og heilbrigði.Fulltrúi nemenda í háskólaráði þegar ég var í HA, formaður fræðslu- og rannsóknaráðs FSA 2004-2006.Tekið þátt í ýmsum ráðstefnum og verkefnum er lúta að námi á framhaldsskólastigi bæði hér innan lands og utan. Varaformaður félags stjórnenda i framhalssskólum 2010-2011 og varaformaður Þróunarsjóðs námsgagna frá 2012.

Fjölskylda:

Er gift Atla Erni Snorrasyni rafvirkja og eigum við þrjú börn sem fædd eru 1993, 2002 og 2004. Þau hafa öll stundað grunnskólanám í Giljaskóla. Ég ólst að mestu leiti upp á Sauðárkróki og á mínar rætur í Skagafirði þar sem við fjölskyldan eigum nú sumarbústað. Við byrjuðum okkar búskap á Dalvík en höfum búið á Akureyri frá árinu 1992.

Áhugamál:

Ég hef mikinn áhuga á útivist og vera úti í náttúrunni. Þessi áhugi jókst mikið eftir að við eignuðumst sumarbústað í landi þar sem huga þarf að skógrækt. Ég hef mjög gaman af því að ganga á fjöll. Stangaveiði hefur jafnframt verið ofarlega á listanum og þá hefur ljósmyndun alltaf verið áhugamál hjá mér.