Skemmtilegur og grænn bær – lífsgæði fyrir framtíðina

[prentvæn útgáfa]

Akureyri er fallegur bær jafnt á sólríkum sumardegi og fallegu vetrarkvöldi. Við viljum gera Akureyri enn fallegri með áherslu á sjálfbærni og efla umhverfisvitund íbúa, stofnanna og fyrirtækja. Það ætlum við að gera með því að:

✓     Setja okkur mælanleg markmið í umhverfismálum með það fyrir augum að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

✓     Gera vistvænni ferðamáta að raunhæfum valkosti við einkabílinn með því að byggja upp betra hjóla- og göngustígakerfi.

✓     Stórefla strætósamgöngur þar sem byggt verði upp nýtt einfalt leiðarkerfi með 15 til 20 mínútna tíðni og fjarlægð á stoppistöð ekki meira en 500 metrar.

✓     Bæta almenningssamgöngur við Hrísey og Grímsey.

✓     Bjóða ibúum sveitarfélagsins frítt í Hríseyjarferjuna nokkrar helgar á ári.

✓     Byggð verði hagkvæm umferðarmiðstöð í miðbænum sem þjóni bættu leiðarkerfi strætó, leigubílum og almenningssamgöngum á landsvísu.

✓     Tryggja gott aðgengi að góðum leikvöllum og grænum svæðum.

✓     Byggja nýjan leikvöll í miðbænum, neðst í Skátagilinu.

✓     Fjölga matjurtagörðum og grænum svæðum þar sem fjölskyldur og aðrir geta átt notalegar og góðar samverustundir

✓     Endurskipuleggja Hamarskotstún og Eiðsvöll þannig að garðarnir verði aftur lifandi og skemmtileg útivistarsvæði í hjarta bæjarins.

✓    Aukin endurvinnsla heimilanna með því að framfylgja fyrri tillögum um að á hverju heimili verði tvær sorptunnur; ein fyrir heimilssorp og lífrænan úrgang eins og er í dag en bæta annari við fyrir pappír, plast, ál og annan endurvinnanlegan heimilisúrgang.

✓     Akureyri verði plastpokalaust bæjarfélag.

✓     Akureyrarbær semji við starfsfólk sitt um umbun enda ferðist þeir til og frá vinnu með vistvænum hætti.

✓     Leggja sérstaka áherslu á að bæta gönguleiðir að leik-, grunn- og framhaldsskólum og bæta umferðarskipulag umhverfis þá.

✓     Laga göngustíga í Hrísey og bæta aðkomu við ferjubryggjuna eins og fram kemur í hugmyndum og teikningum frá Ferðamálafélagi Hríseyjar.

✓     Koma upp bílastæðum með hleðslu fyrir rafmagnsbíla í miðbænum.

✓     Áfram frítt í stæði í miðbænum ef notaðaðar eru bílastæðaklukkur.

✓     Byggja upp grænt tjaldstæði við Þórunnarstræti með áherslu á vistvæna ferðamennsku.

✓     Efla samfélaglega ábyrgð íbúa í hverfum með reglulegum tiltektardögum.

✓     Hvetja og aðstoða fyrirtæki til að marka sér skýra umhverfisstefnu.

✓     Leita samstarfs við Eyjafjarðarsveit um lagningu göngu- og hjólastígs inn að Hrafnagili.

 

 

Við viljum gera bæinn grænni

✓     með því að gera Akureyri skemmtilegri og halda í og fjölga grænum svæðum og fækka gráum

✓     með því að byggja nýtt hverfi á Eyrinni, sem minnkar akstur íbúa

✓     með því að þétta byggð og stækka bæinn innanfrá

✓     með því að minnka svifryksmengun og aðra loftmengun af völdum bílaumferðar

✓     með því að minnka sorp og auka enn meira endurvinnslu og sjálfbærni

✓     ljúka „Græna trefilinum“ umhverfis Akureyri og strandlengjuna þar sem hún er ósnortin

Akureyr á að vera lífsgæðabær þar sem …

✓     er skemmtilegt að búa

✓     er gott að fæðast, lifa og eldast

✓     stutt er í alla þjónustu, verslun, skóla, atvinnu og útivistarsvæði hvar sem þú býrð innan bæjarins

✓     hverfin eru blönduð og íbúðir eru á viðráðanlegu verði

✓     eru falleg torg og líflegir almenningsgarðar, stórir og smáir

✓     íbúarnir hafa aðgang að óröskuðum náttúrusvæðum á öllu Norðurlandi með góðri samvinnu allra sveitarstjórnanna á svæðinu

✓     þarfir hjólandi, gangandi og hreyfihamlaðra eru settar í forgang við endurhönnun gatna